top of page

Staðsetning

ÓLAFSFJÖRÐUR

Ólafsfjörður byggðist upp í kringum útgerð og er staðsettur á utanverðum Tröllaskaga, innan um fjöll og dali. í Ólafsfirði er stórt stöðuvatn og við vatnið er Brimnes Hótel og bústaðir staðsett. Í bænum er náttúrugripasafn, Kjörbúð og öll helsta þjónusta. Tveir veitingastaðir eru í göngufæri og sjoppa við hlið okkar. Ólafsfjörður hefur orðið mjög vinsæll hjá fjallaskíðafólki, sem leggur gjarna leið sína í bæinn um miðjan febrúar og þar til snjóa leysir um miðjan maí. Sitthvoru megin Ólafsfjarðar eru Dalvík og Siglufjörður, Bjórböðin á Árskógströnd eru í 25 mínútu akstursfjarlægð og Akureyri er aðeins í 60 km fjarlægð. Í Ólafsfirði er 9 holu golfvöllur sem er staðsettur í munni Skeggjabrekkudals með útsýni yfir Ólafsfjörð. Eru menn sammála um að völlurinn sé skemmtilegur að spila á og umhverfið sé frábært.

HVERNIG KOMIST ÞIÐ?

Á bifreið er hægt að aka út Eyjafjörð, í gegnum Dalvík og Múlagöng, eða fara Skagafjörðinn og koma í gegnum Siglufjörð og Héðinsfjaraðargöng.

Rúta gengur frá Akureyri um Ólafsfjörð til Siglufjarðar 3svar á dag. Leið 78.

Hægt er að fljúga til Akureyrar og leigja bílaleigubíl.

MYNDIR ÚR ÓLAFSFIRÐI

Kíkið á myndir úr myndasafni Gísla Kristinssonar. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

bottom of page